Á sama fundi var lagt fram erindi frá frá bæjarstjóranum í Västerås þar sem fulltrúum Akureyrarbæjar er boðið á tenglamót (kontaktmannamöte) í Västerås dagana 10.- 13. ágúst 2011. Bæjarráð samþykkti að bæjarstjóri, formaður bæjarráðs og formaður stjórnar Akureyrarstofu ásamt mökum verði fulltrúar Akureyrarkaupstaðar á tenglamótinu í Västerås. Þá var kynnt errindi frá forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra Murmansk til bæjarstjórans á Akureyri, þar sem boðið er til 95 ára afmælishátíðar borgarinnar dagana 7. og 8. október nk. Bæjarráð sér sér ekki fært að senda fulltrúa á afmælishátíðina að þessu sinni.