Frostrósir syngja jólin inn í Hofi

Frostrósir syngja jólin inn með norðanmönnum á sex tónleikum í Hofi á Akureyri 16.-18. desember. Í kvöld verða tvennir tónleikar, kl. 20 og 23, þrátt fyrir vonskuveður og leiðindafærð og á morgun laugardag eru einnig tvennir tónleikar. Með Frostrósum kom fram Karlakór Akureyrar - Geysir, Kór MA, Skólakór Hrafnagilsskóla og félagar úr Íslenska gospelkórnum.

Nýjast