Reglugerð ráðherra nú tekur mið af þeirri reynslu sem komin er af strandveiðum síðastliðin sumur og eru breytingar frá fyrra ári óverulegar.
Aflaheimildir samkvæmt reglugerðinni skiptast á fjögur landsvæði með eftirfarandi hætti:
Hér er eina breytingin frá fyrra ári sú að tilfærsla hefur verið gerð milli tímabila á svæði C, þar sem skiptingin var á fyrra ári þannig að hlutfallslega meira kom áður til veiða á fyrri hluta tímabilsins og byggir þessi breyting á reynslu síðasta árs.
Hlutfallsleg skipting aflaheimilda eftir mánuðum er:
|
maí |
júní |
júlí |
ágúst |
samtals |
Svæði A |
25% |
30% |
30% |
15% |
100% |
Svæði B |
25% |
30% |
30% |
15% |
100% |
Svæði C |
15% |
20% |
35% |
30% |
100% |
Svæði D |
40% |
35% |
15% |
10% |
100% |
Sem fyrr er sama fiskiskipi aðeins veitt leyfi til strandveiða á einu landsvæði á fiskveiðiárinu. Þá hefur sú breyting tekið gildi að óheimilt er að veita fiskiskipi leyfi til strandveiða hafi aflamark umfram það aflamark sem flutt hefur verið til þess á fiskveiðiárinu, verið flutt af því. Eftir útgáfu leyfis til strandveiða er skipum óheimilt að flytja frá sér aflamark ársins umfram það sem flutt hefur verið til þeirra.