"Yfirburðir Akureyrar og Hlíðarfjalls í þessu sambandi byggjast meðal annars á fullkomnu snjóframleiðslukerfi sem tryggir okkur skíðamönnum bestu mögulegu aðstöðu á hverju tíma og mun fleiri opnunardaga en ella væri. Það þarf því ekki að koma á óvart að Skíðasamband Íslands hefur í samvinnu við Akureyrarbæ gert Akureyri að miðpunkti skíðaiðkunar á Íslandi, t.a.m. með staðsetningu á skrifstofu sambandsins hér í bænum, en Skíðasamband Íslands er eina sérsamband ÍSÍ sem stigið hefur það skref að flytja höfuðstöðvar sínar út fyrir Laugadalinn í Reykjavík. En vandi fylgir vegsemd hverrri. Uppbyggingin á Hlíðarfjalli undanfarinn áratug hefur skilað sér í frábærri aðstöðu fyrir hinn almenna skíðamann auk þess sem göngusvæðið hefur tekið stakkaskiptum. En það er mikilvægt að Akureyrarbær stígi enn frekari skef í uppbyggingu Hlíðarfjalls, nú með áherslu á aðstöðu fyrir æfingar og keppni. Ég heiti á Akureyrarbæ og Vetraríþróttamiðstöð Íslands að taka höndum saman með Skíðasambandinu og Skíðafélagi Akureyrar um uppbyggingu á fullnægjandi keppnisaðstöðu fyrir alpagreinar í Hlíðarfjalli. Það er löngu tímabært verkefni," sagði Páll.