Stjórnin fer jafnframt fram á það við ritstjórn Morgunblaðsins sem og teiknarann, Helga Sigurðsson, að biðja þingkonuna tafarlaust og opinberlega afsökunar á alvarlegu athæfi sínu. Vændi er grafalvarlegt samfélagslegt vandamál sem eykst í kreppu vegna slæmrar stöðu kvenna og er alls ekkert grín.
Skopmyndateiknarinn hefur haft samband við Siv og beðið hana afsökunar á myndinni, samkvæmt því sem fram kemur í fréttum.