Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hafa jákvæð efnahagsleg áhrif

Það hefur mjög jákvæð efnahagsleg áhrif um þessar mundir að fara í framkvæmdir sem Vaðlaheiðargöng.  Ríkið hefur beinan peningalegan ávinning af gerð ganganna.  Hluti af kostnaðinum við gerð ganganna fer beint inn í ríkissjóð aftur.  Líklegt er að um 300 ársverk verði unnin á þeim þremur árum sem tekur að klára framkvæmdina.  Launakostnaður vegna framkvæmdarinnar verður líklega 2-3 milljarðar kr, restin 5-6 milljarðar  verður vélakostnaður og aðföng.   

Þetta kemur fram í sjöttu og síðustu sértæku grein Jóns Þorvaldar Heiðarssonar lektors við Háskólann á Akureyri og sérfræðings á RHA, um Vaðlaheiðargöng, sem finna má hér á vef Vikudags undir; Aðsendar greinar. Þar segir Jón Þorvaldur m.a. að þessar upphæðir muni hríslast um íslenskt efnahagslíf á einn eða annan hátt á meðan framkvæmdum stendur. "Íslenskt vinnuafl er ódýrt um þessar mundir alþjóðlega séð og því er líklegt að flestir sem munu vinna við framkvæmdina verði Íslendingar eða fólk búsett á Íslandi.  Ekki verður erfitt að fá starfsfólk, yfir 10.000 manns eru atvinnulausir." Sjá nánar greinar Jóns Þorvaldar.

Nýjast