Þetta kemur fram í sjöttu og síðustu sértæku grein Jóns Þorvaldar Heiðarssonar lektors við Háskólann á Akureyri og sérfræðings á RHA, um Vaðlaheiðargöng, sem finna má hér á vef Vikudags undir; Aðsendar greinar. Þar segir Jón Þorvaldur m.a. að þessar upphæðir muni hríslast um íslenskt efnahagslíf á einn eða annan hátt á meðan framkvæmdum stendur. "Íslenskt vinnuafl er ódýrt um þessar mundir alþjóðlega séð og því er líklegt að flestir sem munu vinna við framkvæmdina verði Íslendingar eða fólk búsett á Íslandi. Ekki verður erfitt að fá starfsfólk, yfir 10.000 manns eru atvinnulausir." Sjá nánar greinar Jóns Þorvaldar.