Forseti ASÍ aðalræðumaður dagsins á 1. maí á Akureyri

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er aðalræðumaður dagsins á 1. maí hátíðahöldunum á Akureyri á morgun sunnudag. Kjörorð dagsins eru „RÉTTLÁTT ÞJÓÐFÉLAG". Hátíðahöldin hefjast kl. 14:00 með kröfugöngu frá Alþýðuhúsinu, en í ár verður gengið að Menningarhúsinu Hofi þar sem hátíðardagskrá fer fram.  

Fólk er hvatt til að  mæta í gönguna en safnast verður saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30, þar sem gangan leggur af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hákon Hákonarson, formaður FMA, mun flytja ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna. Einnig verður skemmtidagskrá, kaffiveitingar og happadrætti. Skemmtidagskráin verður með Kristjáni Edelstein og Pétri Kristjánssyni, atriðum úr söngleiknum „Hárinu" og Hymnodiu undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.

Nýjast