Fólksbíll hafnaði á húsvegg og tré

Eldri hjón voru flutt til skoðunar á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir umferðarslys á horni Eyrarvegar og Norðurgötu á Akureyri skömmu fyrir kl. 19 í kvöld. Bílnum var ekið inn í garð og á húsvegg og svo var bílnum bakkað á stórt tré í garðinum, þar sem hann stöðvaðist. Tildrög slyssins eru óljós en höggið þegar bílinn hafnaði á trénu var svo mikið að sætið brotnaði. Meiðsli ökumanns og farþega eru þó ekki talin alvarleg.

Nýjast