Fólk sé ekki á ferð þar sem snjóflóð geta fallið

Vegna mikillar snjósöfnunar, ótryggra snjóalaga og nokkurra snjóflóða sem fallið hafa á Norðurlandi, er þeim tilmælum beint til útivistarfólks að vera ekki á ferð þar sem snjóflóð geta fallið. Einnig er fólki bent á að stöðva ekki farartæki sín á vegarköflum þar sem hætta gæti verið á snjóflóðum.  

Veðurhorfur á landinu næstu daga frá Veðurstofu. Norðaustanátt, víða 13-18 m/s í kvöld, en hvassara syðst. Skýjað og él um landið norðan- og austanvert. Norðaustan 15-23 á morgun og 23-28 með suðurströndinni, en mun hægari vindur á NA- og A-landi. Snjókoma eða él. Frostlaust syðst, annars 0 til 5 stiga frost.

Föstudagur: Austlæg átt, víða 10-18 m/s, en hægari síðdegis. Rigning eða slydda við suðurströndina, annars snjókoma eða él, einkum A-lands. Frost 0 til 5 stig, en 0 til 5 stiga hiti syðst.

Laugardagur:  Norðaustan 8-13 og slydda eða snjókoma við norðvesturströndina, annars hægari breytileg átt og skúrir eða él, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.

Nýjast