Flutningaskipið Axel á leið til Akureyrar

Flutningaskipið Axel, sem steytti á skeri við Hornafjarðarós í morgun, siglir nú undir eigin vélarafli til Akureyrar, þar sem skipið verður tekið til skoðunar. Björgunarskipið Ingibjörg fylgir skipinu áleiðis til móts við varðskip, sem mun fylgja skipinu til Akureyrar. Leki kom að skipinu við óhappið í morgun og fylltist bógskrúfurýmið af sjó. Einnig var olíuleki frá skipinu og kom björgunarsveitarfólk fyrir olíugirðingu á þeim stað til að koma í veg fyrir hugsanlega olíumengun. Axel er í eigu dótturfélags Dreggs á Akureyri og í áhöfn eru 11 menn.

Nýjast