Skráð atvinnuleysi í janúar var 5,5 % að meðaltali á landinu öllu. Á Norðurlandu eystra var hlutfallið 4,9 % á sama tíma. Alls voru 672 án atvinnu, sem er 103 færri miðað við sama mánuð í fyrra. Hins vegar fjölgaði atvinnulausum um 26, miðað við desember.
Flestir sem eru án atvinnu eru með lögheimili á Akureyri, eða 465. Konur á atvinnuleysisskrá og með lögheimili á Akureyri voru alls 248 í mánuðinum og karlarnir voru 217 talsins.
Á Norðurlandi eystra hafa flestir verið án atvinnu í 4-8 vikur, samtals 188 einstaklingar. 134 hafa verið á atvinnileysisbótum í 13-19 vikur.