Fyrrum VMA nemarnir sem hlutu verðlaun eru; Friðrik Óli Atlason, rafvirki, Ásgeir Ingi Óskarsson, vélvirki, Ásþór Sigurgeirsson, vélvirki og Gísli Gunnar Pétursson, rafvirki. Friðrik Óli hlaut einnig verðlaun frá Háskólanum í Reykjavík sem fólgin er í frírri námsvist fyrsta skólaárið. Athöfnin í Ráðhúsinu var afar virðuleg að sögn Hjalta Jóns, þar sem forsvarsmenn hinna ýmsu iðngreina tóku til máls auk forseta Íslands, mennta- og menningarmálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík.