Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð var boðið til samsætis í húsakynnum Rauða krossins við Viðjulund 2 á Akureyri. Þar gafst gestum og gangandi færi á að kynnast starfseminni og fjölbreyttum verkefnum deildarinnar.
Deildin var fyrsta Rauða kross deildin sem stofnuð var á landinu og hefur frá upphafi verið ein sú öflugasta. Til marks um það höfðu 75 manns skráð sig í deildina áður en stofnfundurinn fór fram en yfir 100 manns gengu í hana á stofndeginum.
Margrét Þóra blm Vikublaðsins mætti og myndaði gesti.