Fjögur umferðaróhöpp í dag

Mikil hálka er á götum Akureyrar að sögn lögreglu og hafa orðið fjögur umferðaróhöpp í  bænum í dag, öll á neðri hluta Brekkunnar og á Eyrinni. Í tveimur árekstranna rákust tveir bílar saman, í eitt skipti ók bíll á fánastöng og einnig ók bíll á grindverk og hafnaði í garði. Engin slys urðu á fólki, en eignatjón er umtalsvert.  

Að sögn lögreglunnar á Akureyri er mjög hált víða við gatnamót en búið er að bera sand á hluta af götum bæjarins. Þetta kemur fram á mbl.is.

Nýjast