Þrepamót FSÍ fór fram hjá fimleikafélagi Gerplu í Versölum um liðna helgi þar sem keppt var í áhaldafimleikum. Á fjórða hundrað keppendur voru á mótinu og þar af 22 frá Fimleikafélagi Akureyrar.
Árangur FIMAK keppenda var góður. Gunnar Skírnir Brynjólfsson og Ólafur Stefán Oddsson Cricco deildu í 1. sætinu í 5. þrepi 10 ára drengja og Ögri Harðarson hafnaði einnig í 1. sæti í 4. þrepi 11 ára drengja. Eygló Ómarsdóttir sigraði í 4. þrepi í stökki í flokki 12 ára og Kolfinna Frigg Sigurðardóttir sigraði í stökki í 4. þrepi í flokki 13 ára og varð í öðru sæti á gólfi.
Til silfurverðlauna unnu þau Hilma Ösp Áskelsdóttir, Sigrún Harpa Baldursdóttir og Margrét Jóhannsdóttir. Bronsverðlaun hlutu Petra Reykjalín Helgadóttir, Amanda Helga Elvarsdóttir, Erna Karen Egilsdóttir og Guðrún Jóna Þrastardóttir.