Fimleikafélag Akureyrar náði fínum árangri á Íslandsmóti unglinga og á bikarmóti í áhaldafimleikum sem fram fóru um helgina. Félagið átti tvö lið í 2. flokki á Íslandsmótinu sem höfnuðu í sjötta og tíunda sæti og eitt lið í 3. flokki sem hafnaði í sjötta sæti og í fjórða sæti í opnum flokki.
Á bikarmótinu var keppt í 4. og 5. þrepi drengja og stúlkna. Ekkert strákalið fór frá fimleikafélaginu, en fimm einstaklingar kepptu sem gestir á mótinu. Birgir Valur Ágústsson varð fjórði stigahæsti í fjölþraut í 5. þrepi af 39 keppendum og Petra Reykjalín Helgadóttir var fjórða stigahæst í fjölþraut í 4. þrepi stúlkna af 89 keppendum.
FIMAK sendi einnig tvö liði til keppni í 4. þrepi stúlkna sem höfnuðu í fjórða og þrettánda sæti. Í 5. þrepi sendi félagið tvö lið til keppni sem höfnuðu í 11. og 21. sæti.