FH skellti Akureyri í Kaplakrika

FH-ingar náðu að hefna fyrir tvö töp í röð gegn Akureyri er liðið skellti norðanmönnum með sjö marka mun, 30:23, í Kaplakrika í kvöld í N1-deild karla í handbolta. Með sigrinum er FH komið með 19 stig í þriðja sæti deildarinnar en Akureyri er áfram á toppnum með 25 stig. Guðmundur Hólmar Helgason og Daníel Einarsson voru markahæstir í liði Akureyrar með 5 mörk hvor en Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur FH-manna með 8 mörk, þar af tvö úr vítum.

Þar með geta Framarar minnkað forystu Akureyrar niður í tvö stig. Fram leikur nú gegn Aftureldingu og hófst sá leikur klukkan 19:30.

Nýjast