Þar með FH komið með 1:0 forystu og mætast liðin næst á heimavelli FH í Kaplakrika á föstudagskvöldið kemur. Vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari.
Leikurinn í kvöld var góð skemmtun. FH byrjaði betur og komst í 3:0 og hefði getað komist fjórum mörkum yfir. Akureyringar lentu í miklum erfiðleikum gegn sterki vörn FH-inga og fyrir aftan hana var Daníel Freyr Andrésson í banastuði í markinu og varði 8 skot á fyrstu 13 mínútunum. FH-ingar náðu oft að opna vörn Akureyrar upp á gátt sem virtust ekki finna taktinn í byrjun og fátt sem gekk upp hjá heimamönnum fyrstu mínúturnar.
Atli Hilmarsson tók leikhlé í stöðunni 4:7 þegar 16. mínútur voru búnar af leiknum. Svo erfiðlega gekk heimamönnum að opna vörn gestanna að þeir reyndu sirkusmark þremur mörkum undir sem misheppnaðist. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum náði FH fjögurra marka forystu, 8:4.Akureyri náði góðu kafla þegar skammt var til leikhlés og skoruðu tvö mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 7:8. Daníel Freyr kórónaði svo stórleik sinn í fyrri hálfleik þegar hann varði víti frá Bjarna Fritzsyni á lokasekúndu hálfleiksins og var það 13 skotið sem hann varði.
Staðan í hálfleik, 9:11.
Fyrstu mínútnar í seinni hálfleik voru jafnar. Akureyri jafnaði í 11:11 og 12:12 en þá komu þrjú mörk í röð hjá FH og breyttu stöðunni 15:12 sér í vil. Þá kom hins vegar góður kafli hjá heimamönnum sem jöfnuðu í 15:15 og gátu komist yfir í tvígang en þess í stað komst FH yfir á ný, 16:15.
Næstu mínútur voru stál í stál og jafnt í tölum.Lokamínúrnar voru æsispennandi. Akureyri hefði getað komist yfir í fyrsta sinn í leiknum en Oddur Gretarsson skaut framhjá úr þröngu færi. FH komst yfir þegar um mínúta var eftir en Hörður Fannar Sigþórsson jafnaði metinn þegar tíu sekúndur voru eftir af leiknum og allt leit út fyrir framlengdan leik.
FH-ingar héldu í sókn og Guðmundur Hólmar Helgason fékk rautt spjald fyrir að hanga í leikmanni FH og rífa hann niður. Það nýttu gestirnir sér og eftir vel útfært spil opnaðist allt fyrir Atla Rúnar Steinþórsson sem skoraði sigurmarkið af línunni og dramatískur sigur FH-inga í höfn.
Lokatölur 21:22 FH í vil.
Mörk Akureyrar: Bjarni Fritszson 7 (2 úr víti), Oddur Gretarsson 5, Heimir Örn Árnason 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Bergvin Gíslason 1, Daníel Einarsson 1.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16
Mörk FH: Ari Magnús Þorgeirsson 7, Ólafur Guðmundsson 5, Ásbjörn Friðriksson 3 (1 úr víti), Baldvin Þorsteinsson 3, Örn Ingi Bjarkarson 2, Atli Rúnar Steinþórsson 2.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 19.