Janúar og febrúar lofa góðu fyrir ferðasumarið en þessa tvo mánuði hafa 45 þúsund erlendir ferðamenn sótt Ísland heim sem er um 15 prósenta aukning frá árinu áður. Ríflega þriðjungsaukning hefur verið í komu ferðamanna frá N-Ameríku, fjórungsaukning frá Mið-og Suður Evrópu, 13% aukning frá Norðurlöndunum og tæp 11% frá Bretlandi. Svipaður fjöldi hefur komið frá löndum sem flokkast undir ,,Annað".
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í febrúar frá Bretlandi eða 30,8% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 12,7% af heildafjölda, síðan komu Norðmenn (7,9%), Danir (6,4%), Þjóðverjar (5,7%), Frakkar (5,5%) og Svíar (5,2%).