Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir á vef mbl.is að útilokað sé að mæta lokun á Akureyri með fjölgun á Litla-Hrauni. „Það kemur ekki flatt upp á mig að loka eigi tímabundið fangelsinu á Akureyri en því verður þá að mæta með öðrum hætti en fjölgun á Litla-Hrauni. Það er ekki hægt að fjölga föngum þar, því öll pláss eru nýtt á Litla-Hrauni nánast allt árið um kring. Í fangelsinu er pláss fyrir 77 fanga en að undanförnu hafa þrír klefar verið tvísettir. Nýtingin er með öðrum orðum 100% og stundum rúmlega það," Páll. Hann bendir á að rekstur fangelsisins á Akureyri kosti 51 milljón króna á ársgrundvelli. Jafnvel þó að fangelsinu yrði lokað allt árið, stæðu enn fjórar milljónir útaf. Auk þess bendir Páll á að það spari ekkert að loka einu fangelsi og flytja fanga í annað. Hver fangi kosti um 24 þúsund krónur á sólarhring, hvort heldur er norðan heiða og sunnan, segir ennfremur á mbl.is.