Fallorka vill reisa vatnsaflsvirkjun í Glerá

Bæjarráð Akureyrar frestaði á fundi sínum í morgun afgreiðslu á erindi frá  Fallorku ehf. Félagið óskar eftir að Akureyrarbær taki afstöðu til breytingar á aðal- og deiliskipulagi Glerárdals og hefji þá vinnu með það fyrir augum að Fallorku verði heimilað að reisa þar um 2,0 MW vatnsaflsvirkjun.  

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista óskaði bókað á fundi bæjaráðs: "Um leið og Vinstri hreyfingin grænt framboð fagnar áformum um virkjun "bæjarlækjarins" á Akureyri leggjum við mikla áherslu á að unnið verði að deiliskipulagi sem nær til alls Glerárdals sem útivistarsvæðis og náttúruperlu en ekki verði eingöngu miðað við skipulag sem lýtur að tiltekinni virkjun."

Nýjast