Fært orðið á flestum leiðum en víða hálka eða skafrenningur

Fært er orðið á flestum leiðum landsins en víða er hálka, hálkublettir, skafrenningur eða snjóþekja. Það er því vissara fyrir ökumenn að fara að öllu með gát. Á Norðurlandi eystra er snjóþekja eða hálka og skafrenningur á öllum leiðum. Á Austurlandi er snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði og Oddskarði. Snjóþekja eða hálka og éljagangur er á flestum öðrum leiðum.  

Á Vesturlandi er hálka er á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eru í Bröttubrekku og nokkrum öðrum leiðum. Þæfingsfærð er á Svínadal en verið er að moka. Á Vestfjörðum er snjóþekja og éljagangur í Ísafjarðardjúpi á öðrum leiðum er snjóþekja eða hálkublettir og skafrenningur. Hálka og skafrenningur er á Klettshálsi. Á Norðurlandi vestra er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálka er á Þverárfjalli og Vatnsskarði. Snjóþekja eða hálka og skafrenningur er á flestum öðrum leiðum. Á Suðausturlandi er hálka austan við Höfn en autt þar fyrir vestan. Vegir á Suðurlandi eru greiðfærir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Nýjast