FAB Travel gefur út vetrarhand- bók sem tileinkuð er Norðurlandi

FAB Travel ehf. er að gefa út sína fyrstu vetrarhandbók og er hún tileinkuð Norðurlandi í þetta skiptið. Sérstakur kafli er um þá aðila sem tengjast HAF verkefni FAB Travel eða "Health And Fun" verkefninu. FAB Travel er einn þátttakenda í klasasamstarfi nokkurra fyrirtækja og einstaklinga á Norðurlandi sem bjóða upp á alhliða ferðaþjónusta og einnig með heilsutengdu ívafi.  

Getur fólk valið um ýmiskonar heilsuþjónustu, svo sem heilsufarsmælingar, ráðgjöf um mataræði, líkamsrækt, sjúkraþjálfun, ráðleggingar frá einkaþjálfurum og námskeið í hópefli, svo eitthvað sé nefnt. Norðurland býður upp á margvíslega afþreyingu vetur sem sumar og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Nú eru skíðasvæðin efst á baugi, ásamt fjölbreyttu vetrarsporti en tilvalið er að tvinna allskonar stuttferðir, dekur eða annað við skíðaiðkunina, allt eftir áhugasviðum, veðri eða verði.

Vetrarhandbók FAB Travel og samnefndur vefur, http://www.fabtravel.is/ hafa að geyma fjölþættar upplýsingar um ferðamáta, gistingu, ferðir, afþreyingu, veitingastaði og að sjálfsögðu HAF ferðir og aðila tengda þeim. Bæði í handbókinni og á heimasíðu FAB Travel ehf. er hægt að ganga frá pöntun eða fyrirspurn. Ferðalangar geta líka haft samband við FAB Travel, fengið tilboð eða sest niður með starfsfólki FAB Travel og fundið ferðamáta, gistingu og afþreyingu við sitt hæfi.

Félagið FAB Travel ehf. var stofnað árið 2004 undir nafninu Sportrútan ehf. Í byrjun árs 2010 var nafni fyrirtækisins breytt í FAB Travel ehf. en ástæða þótti til að gera nafnið alþjóðlegra þar sem þjónusta við erlenda ferðamenn hefur aukist mikið. FAB er stytting á slagorði félagsins „Free as a Bird" og merkir sveigjanleika félagsins. Aðalskrifstofa félagsins er á Akureyri en nýverið opnaði FAB Travel ehf. skrifstofu í Hafnarfirði.

Nýjast