Eyðir mestum tíma í æfingasalnum

Brynjar Helgi í æfingasalnum. Mynd/Þröstur Ernir.
Brynjar Helgi í æfingasalnum. Mynd/Þröstur Ernir.

Brynjar Helgi Ásgeirsson er eigandi og einn af þjálfurum hjá CrossFit Hamar á Akureyri. CrossFit hefur slegið í gegn um allan heim undanfarin ár og hefur verið að ryðja sér til rúms á Akureyri. Blaðamaður Vikudags settist niður með Brynjari í æfingasalnum og forvitnaðist um íþróttina og hann sjálfan.

– Hvernig er hefðbundinn dagur hjá þér?

„Ég er mættur um hálf níu á morgnana og þjálfa mikið yfir daginn. Ég er sjálfur duglegur að æfa, tek þrjá daga í röð og svo einn í hvíld þannig að ég eyði miklum tíma í æfingasalnum. Svo þarf einnig að sinna bókhaldi og þrífa. Ég er yfirleitt að vinna til hálf átta eða hálf níu á kvöldin og þá fer ég að skipuleggja æfingar fram í tímann.Það fer því allur dagurinn meira en minna í þetta. En þetta er lífsstíll og mér finnst alltaf gaman að mæta í vinnuna.“

– Af hverju er CrossFit svona vinsælt?

„Ég held að það sé vegna þessa að CrossFit er mjög fjölbreytt líkamsrækt sem hentar flestu fólki. Hér eru engin æfingartæki nema lóð og róðrarvélar. Þetta er í rauninni hópeinkaþjálfun þar sem mikið er lagt upp úr að hafa góða þjálfara til að leiðbeina fólki. Markmiðið er að bjóða upp á fjölbreytta, alhliða þjálfun og byggja upp góðan vinsamlegan anda meðal iðkenda,“ segir Brynjar.

Þetta er aðeins brot úr viðtali við Brynjar sem nálgast má í heild  sinni í prentútgáfu Vikudags.

throstur@vikudagur.is

Nýjast