ESB og hagsmunir Eyjafjarðar

ESB og hagsmunir Eyjafjarðar; er yfirskrift opins fundar sem haldinn verður í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri á morgun miðvikudaginn 23. febrúar kl. 20:00. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi alþingismaður og ráðherra setur fundinn og stýrir honum en frummælendur eru Anna Margrét Guðjónsdóttir og Jón Þorvaldur Heiðarsson.  

Norðurland í ESB

Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi, 1. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og fv. forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel.

Hvaða gjaldmiðil ættu Norðlendingar að nota?

Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Viðskipta- og raunvísindadeild HA og sérfræðingur hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.

Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Að fundinum stendur Pollurinn, - Félag áhugafólks um stjórnmál á Akureyri, sem hittist vikulega og ræðir þjóðmál á breiðum grunni. Helsta markmið þátttakenda er að koma af stað uppbyggilegri umræðu um stjórnmál frá sjónarhóli Eyjafjarðar og landsbyggðarinnar.

Nýjast