Erum að toppa á réttum tíma

Úrslitakeppnin í 1. deild karla í körfubolta hefst í kvöld þar sem Þór, Breiðablik, Skallagrímur og Valur berjast um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni næsta vetur. Í undanúrslitum mætast Þór og Breiðablik annars vegar og Skallagrímur og Valur hins vegar. Þór tekur á móti Breiðablik í Íþróttahöllinni í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Konrad Tota, spilandi þjálfari Þórs, segir sitt lið vera sigurstranglegra fyrir rimmuna gegn Blikum.

„Mér líst vel á þess rimmu. Við erum að spila betur og betur með hverjum leik þessa dagana og við erum algjörlega að toppa á réttum tíma. Við erum mjög bjartsýnir á að við náum að klára þetta,” segir Konrad.

Nánar í Vikudegi.

Nýjast