Enn minnkar úrgangur milli ára

Heildarúrgangur samkvæmt magnbókhaldi Flokkunar fyrir árið 2010 minnkaði nokkuð miðað við árið á undan eða í kringum um 7%. Erfitt er að segja til um hvort samdráttur í neyslu í þjóðfélaginu skýri þessa minnkun á magni úrgangs eða hvort sú aukning sem orðið hefur í flokkun og endurvinnslu hafi haft þessi áhrif.  

Forsvarsmenn Flokkunar telja að aukin og markviss flokkun og söfnun á endurvinnsluefnum hjá allflestum  sveitarfélögin á svæðinu hafi haft mestu áhrifin. Magn þess úrgangs sem fór til urðunar á Glerárdal árið 2010 var um 9.638 tonn, til jarðgerðar fóru um 6.146 tonn og í annað, sem er mest svokallaður óvirkur úrgangur, múrbrot og gler og gras, fóru um 3.222 tonn. Skýringin á að hér er það magn sem ráðstafað er til jarðgerðar hærra en það magn sem meðhöndlað var í Moltu árið 2010 er sú að þegar var búið að móttaka tað, timbur og gróður til Flokkunar árið 2010 sem bíður meðhöndlunar í jarðgerðarstöðinni á þessu ári.

Sótt hefur verið um undanþágu til að nýta urðunarstaðinn á Glerárdal til loka febrúar næstkomandi,en til stóð að hefja flutning á sorpi af Eyjafjarðarsvæðinu til Stekkjarvíkur um síðustu áramót. Móttökustöð fyrir úrganginn var ekki tilbúinn þá og því var gripið til þess ráðs að fá undanþágu í Glerárdal. Fyrirkomulagið í framtíðinni verður með þeim hætti að úrgangi verður safnað flokkunar/móttökustöð og úrgangi sem fer til urðunar í Stekkjarvík verður umstaflað þannig að hagræðing verði af flutningunum og að ekki sé verið að flytja úrgang til Stekkjarvíkur sem hefur förgunarleið á Eyjafjarðarsvæðinu eða óheimilt er að urða í Stekkjarvík, s.s. endurvinnsluefni, spilliefni, dýraleifar og óvirkur úrgangur.   

Nýjast