Ólafur spurðist m.a. fyrir um hvernig gengi að koma nýjum tunnum fyrir við öll heimili, hve margar grenndargámastöðvar séu komnar í notkun. Hvað eigi eftir að koma mörgum fyrir og hvort tiltækar séu nýtingartölur úr þeim grenndargámum sem lengst hafa verið í notkun og ef svo væri hvað þær tölur sýna. Í svarinu kemur ennfremur fram að dreifingu nýrra íláta í sérbýli og minni fjölbýli sé lokið sunnan Glerár og í Holta- og Hlíðahverfi. Einnig er dreifingu að stærstum hluta lokið í Síðuhverfi. Dreifing íláta í Giljahverfi er að hefjast.