Éljagangur á Akureyri

Undirbúningur á vetraríþrótta- og útivistarhátíðinni Éljagangur 2011 á Akureyri dagana 10.- 13. febrúar stendur nú yfir. Að hátíðinni standa Hlíðarfjall, EY-LÍV, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Akureyrarstofa og Blek hönnun en auk þess kom að henni fjöldi fyrirtækja og félagasamtaka.  

Um allan bæinn verða uppákomur s.s. Vasa-ljósaganga og snjóhindrunarhlaup í Hlíðarfjalli, snjósleðaspyrna og ís-cross á Leirutjörn, bústinn snjókarl á Ráðhústorgi, fjallaskíðanámskeið í Hlíðarfjalli, norðurljósaferðir og íshellaskoðunarferðir, fjallganga á Kerlingu, ísskúlptúr við Menningarhúsið Hof, snjóþotuferðir á vegum Kaldbaksferða og hin árlega Vetrarsportsýning EY-LÍV sem er nú mun stærri og fjölbreyttari en áður. Nánari upplýsingar um dagskrána  á Éljagangi 2011 er að finna á vefsíðu hátíðarinnar:www.eljagangur.is.

Nýjast