Eldur í rusli í sorpbíl

Slökkvilið Akureyrar var kallað að Endurvinnslunni við Réttarhvamm nú á fjórða tímanum, eftir að eldur kom upp í papparusli í sorpbíl frá Gámaþjónustu Norðurlands. Þegar bílstjóri sorpbílsins, sem var að fara losa bílinn, sá hvers kyns var, losaði hann bílinn á planið við starfsstöð Endurvinnslunnar, þar sem slökkviliðsmenn tóku við að slökkva eldinn en aðallega var þó um reyk að ræða, þegar Vikudagur kom staðinn.

Nýjast