Eldur í hesthúsi í Eyjafirði

Rétt um miðnætti í nótt fékk slökkvilið Akureyrar tilkynningu um eld í hesthúsi við Jódísarstaði í Eyjafirði. Mikið vonsku veður er á svæðinu og blind bylur. Ferð slökkviliðsins á eldstað sóttist hægt sökum slæms skyggnis. Hjálparlið í Eyjafirði frá Hjálparsveitinni Dalbjörgu var einnig kallað út, en sveitin sú aðstoðar liðið í eldútköllum í Eyjafirði.  

Fljótlega fengust upplýsingar um að engin dýr væru í húsunum og þegar slökkviliðið átti skammt eftir þá bárust upplýsingar um að húsið væri að mestu brunnið. Unnið var í að slökkva í glæðum og síðan að tryggja lausar þakplötur. Slökkvistarfi lauk um kl: 02:30.

Nýjast