Slökkvilið Akureyrar í Hrísey kallað út um kl. 14 í gær vegna elds í bíl. Um var að ræða eld í Subaru
"bitaboxi". Slökkviliðsmenn í Hrísey sem allir eru hlutastarfandi, brugðust skjótt við og var slökkvistarf hafið innan við 10
mínútur eftir útkallið. Slökkvistarfið gekk vel en bíllinn er talsvert brunninn. Þetta er fyrsta brunaútkallið í Hrísey
í nokkur ár.