Djúpið er frásögn úr íslenskum veruleika sem lætur engan ósnortinn. Þetta er óður til allra þeirra fjölmörgu, íslensku sjómanna sem í gegnum aldirnar hafa haldið á djúpið. Bátur heldur úr höfn rétt fyrir dögun. Menn ýmist fleygja sér í koju eða halda sér vakandi á sígarettum, kaffi og veltingi. Enginn hefur minnsta grun um hvað er í vændum.
Þá er von á annarri gestasýningu til Akureyrar síðar í mánuðinum; Af ástum manns og hrærivélar. Um er að ræða hjartnæman heimilistækjasirkus fyrir alla fjölskylduna með Kristjáni Ingimarssyni og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Sýningin var frumsýnd á listahátið í Reykjavík 2010 og komust færri að en vildu. Kristján og Ólafía Hrönn fara á kostum í þessum undursamlega hræringi manns og heimilistækja í Samkomuhúsinu 20. og 21. maí. Sýningin er samstarfsverkefni CommonNonsense, Þjóðleikhúsins og Leikfélags Akureyrar.
Leiklistarskóla LA er lokið en sl. sunnudag fluttu nemendur skólans nokkur lög úr Ávaxtakörfunni í Akureyrarkirkju. Þann sama dag tók hópur úr skólanum þátt í söngleiknum Líf og friður í kirkjunni en það er Leiklistarskólinn sem stendur fyrir þessum söngleik.