Eignir úr þrotabúi Norðurskeljar í Hrísey auglýstar til sölu

Skiptastjóri þrotabús Norðurskeljar ehf. í Hrísey, sem var lýst gjaldþrota á dögunum, hefur auglýst helstu eignir félagsins til sölu. Stefnt er að því að selja eignirnar með áframhaldandi rekstur í huga en þó er heimilt að gera tilboð í einstaka eignir.  

Helstu eignir sem um er að ræða, eru fiskvinnsluhús, Sandhorni í Hrísey, um 830 fermetrar, bátarnir Ásrún EA, sem er 4,5 tonn og Guðrún EA, sem er tæp 32 tonn, búnaður til kræklingaræktunar og vinnslu, svo sem flokkunarvél, pökkunarvél og annar nauðsynlegur búnaður. Einnig skel í sölustærð 60-8- tonn, auk sex lirfulína í sjó.

Nýjast