25. október, 2007 - 19:39
Útlendur maður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur fyrir að skalla Íslending í andlitið á veitingastaðnum Gamla Bauk á Húsavík, en þetta mun hafa verið hluti átaka sem urðu á staðnum milli útlendinga og innfæddra þar sem margir tóku þátt. Árásarmaðurinn var dæmdur í eins árs fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára og til að greiða 240 þúsund krónur í málsvarnarlaun.