Dregið verður í undanúrslit í bikarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu í hádeginu í dag. Í karlaflokki eru Þór, BÍ/Bolungarvík, KR og ÍBV í pottinum en í kvennaflokki eru það Valur, Fylkir, KR og Afturelding.
Í karlaflokki fara undanúrslitin fram fimmtudaginn 28. júlí og úrslitaleikurinn verður á Laugardalsvelli þann 13. ágúst.
Í kvennaflokki verða undanúrslitaleikirnir spilaðir föstudaginn 22. júlí og úrslitaleikurinn á Laugardalsvelli laugardaginn 20. ágúst.