Dregið í Eimskipsbikarnum í kvöld

Í kvöld verður dregið í undanúrslit Eimskipsbikarkeppni karla-og kvenna í handbolta. Dregið verður í beinni útsendingu í upphitunarþætti Þorsteins Joð fyrir leik Íslands og Frakklands á HM og hefst þátturinn kl. 18:45 á Stöð 2 Sport.

Í karlaflokki eru Akureyri, FH, Fram og Valur í pottinum en í kvennaflokki Fram, Fylkir, HK og Valur.

Leikið verður í karlaflokki dagana 13. og 14. febrúar en 15. og 16. febrúar í kvennaflokki.

Nýjast