Jonna opnar sýninguna Lolipop í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 9.mars kl.14.
Á sýningunni sýnir Jonna drauminn um Lolipop og örsögur Jonnu.
Jonna segir um sýninguna:
Einu sinni var stelpa með klamidíu í hjartanu. Hún leitað í óhefðbundnar lækningar og gat skrifað meinið út.
Jonna (Jónborg Sigurðardóttir) er fædd 1966 og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 1995 og lærði fatahönnun í Mode og Disign skolen í kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan um vetur 2011. Jonna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar.
Sýningin Lolipop stendur til 17.mars og eru allir velkomnir.
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl.14-18 á meðan sýningin prýðir salinn.