Ungverski framherjinn David Disztl er kominn til reynslu hjá knattspyrnuliði Þórs. Liðið leitar að framherja fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar og hefur meðal annars verið að skoða leikmenn frá Frakklandi, Serbíu, Bandaríkjunum og Litháen.
Disztl hefur leikið undanfarin tvö sumur með KA. Hann átti gott tímabil sumarið 2009 en náði sér ekki á strik í fyrrasumar, þar sem hann hreinlega virtist ekki í formi. Enginn efast þó um hæfileika piltsins sé hann í góðu standi og gæti hann því orðið mikill liðsstyrkur fyrir Þór.