Knattspyrnulið Þórs er í óðaönn að styrkja sig fyrir næsta tímabil þar sem liðið leikur í úrvalsdeild karla eftir nokkurra ára hlé meðal þeirra bestu. Nokkrir erlendir leikmenn eru til skoðunnar hjá félaginu með þann möguleika á að koma til reynslu. Þar á meðal er fyrrum leikmaður KA, ungverski framherjinn David Disztl.
„Hann kemur til greina eins og aðrir,” segir Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. „Við erum með nokkur nöfn sem við erum að velja úr og skoða,” segir hann, en liðið er einnig að skoða framherja frá Frakklandi, Serbíu, Litháen og Bandaríkjunum.