Deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. SA Víkingar og SA Jötnar mætast kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri og fyrir sunnan eigast SR og Björninn við í Laugardalnum kl. 20:15. Leikir kvöldsins skipta þó litlu máli þar sem SA Víkingar er þegar búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni gegn SR. Fyrsti leikur í úrslitakeppninni verður á sunnudaginn kemur á Akureyri kl. 17:00.