Samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagins fyrir næsta ár er áætlað að heildartekjur verði 1,6 milljarðar króna og útgjöld 1,4 milljarðar. Fjárfesta á fyrir 145 milljónir á næsta ári og áætlað er að hagnaðurinn verði 26 milljarðar króna. Í áætlun fyrir árin 2014 2016 er gert ráð fyrir hagnaði öll árin. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á sölu íbúða þannig að fjöldi þeirra miðist við skyldur sveitarfélagsins skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.