Dalvík/Reynir vann Draupni 5:1 er liðin mættust í Boganum í gærkvöld á Íslandsmótinu í 3. deild karla í knattspyrnu. Þeir Hermann Albertsson, Ragnar Hauksson, Viktor Már Jónasson, Kristinn Þór Björnsson og Jóhann Hilmar Hreiðarsson skoruðu mörk Dalvíkur/Reynis, en mark Draupnis skoraði Símon Símonarson.
Þá lagði Magni Samherja að velli 2:0 á Hrafnagilsvelli sl. þriðjudag. Mörk Magna skoruðu þeir Ibra Jagne og Arnór Egill Hallsson.