Bryndís á glæsilegt ár í sundinu að baki. Hún vann þrjá Íslandsmeistaratitla og hún er tvöfaldur Íslandsmethafi og fjórfaldur stúlknamethafi. Bryndís vann sér inn keppnisrétt fyrr á árinu á fyrstu Ólympíuleika ungmenna sem fram fóru í Singapore í ágúst 2010. Þá vann hún sér inn keppnisrétt á EM25 ( Evrópmeistaramóti í 25m laug) í Eindhoven í Hollandi í nóvember með A landsliði SSÍ.
Bryndís Rún, 17 ára, var ekki viðstödd athöfnina í kvöld þar sem hún er farin til Noregs þar sem hún hyggst dvelja næstu tvö árin og stunda nám í íþróttaskóla, auk þess sem hún mun æfa sund af kappi með Bergensvømmerne.