Bryndís Rún Hansen, nýkjörinn sundmaður ársins á Akureyri, ætlar nú að breyta til og flytja til Noregs. Þar hyggst hún dvelja næstu tvö árin og stunda nám í íþróttaskóla, auk þess sem hún mun æfa sund af kappi með Bergensvømmerne.
„Mig langar að prófa eitthvað nýtt og sé þetta sem ákveðið tækifæri fyrir mig,” segir hún. „Ég þekki þjálfarann þarna úti sem vildi fá mig. Það er mjög góð aðstaða til æfinga þarna og ég tel mig geta bætt mig sem sundkonu,” segir Bryndís, sem hefur sett sér það markmið að komast á Ólympíuleikana í London árið 2012.
Þrátt fyrir að vera flytja erlendis stefnir Bryndís engu að síður á að keppa undir nafni Óðins og Íslands hönd áfram.