Breyting á aðalskipulagi vegna efnistökusvæða

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna efnistökusvæða og umhverfisskýrslu áætlunarinnar. Markmið tillögunnar er að ná heildarsýn yfir efnistöku innan sveitarfélagsins, tryggja framboð efnis en jafnframt stýringu á efnistöku, með tilliti til verndar og viðhaldi lífríkis.  

Reynt skal að hafa vegalengdir vegna efnisflutninga sem stystar en að efnistaka verði þó á tiltölulega fáum stöðum í einu. Skipulagið, sem er sett fram í greinargerð og á uppdrætti og fylgiskjöl með skipulaginu ásamt umhverfisskýrslu eru til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Tillögurnar liggja einnig frammi á Skipulagsstofnun og á heimasíðu sveitarfélagsins
http://www.eyjafjardarsveit.is/. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 8. mars 2011. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins.

Nýjast