Já, það er rétt, breskar ferðaskrifstofur hafa sett sig í samband við okkur með það fyrir augum að bjóða upp á leiguflug hingað til Akureyrar næsta vetur. Við erum þessa dagana í viðræðum við þessar skrifstofur, þær sjá fyrir sér að hingað komi samtals átta til tíu þotur en hver þeirra tekur 150- 180 farþega, segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Hún segir að vel skipulögð markaðssetning á Íslandi sé greinilega að skila árangri.
Þessar bresku ferðaskrifstofur tala um að farþegarnir dvelji hérna fyrir norðan í þrjár til fjórar nætur, sem kemur sér auðvitað sérstaklega vel fyrir ferðaþjónustuna á þessum árstíma. Þetta eru þekktar ferðaskrifstofur og fyrst þær sýna okkur áhuga er eins líklegt að fleiri ferðaskrifstofur geri það í kjölfarið, þannig að þetta getur hæglega undið upp á sig í framtíðinni, ef vel tekst til.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags, sem kemur út í dag.