Davíð Rúnar Gunnarsson, einn Vina Akureyrar, segir vel hafi gengið að safna peningum fyrir flugeldasýningunni og að nú hafi fleiri aðilar en verslanir, veitinga- og skemmtistaðir og fleiri lagt verkefninu lið. Leitað hafi verið m.a. til verktaka í bænum, sem hafi einnig lagt sitt af mörkum.
Davíð Rúnar segir að leitað hafi verið eftir bakstuðningi frá bænum, þar sem tap hafi orðið á fjölskylduhátíðinni Einni með öllu um síðustu verslunarmannahelgi, sem Vinir Akureyrar standa einnig fyrir. Um síðustu áramót leit út fyrir að ekkert yrði af flugeldasýningu á gamlárskvöld en þá tóku Vinir Akureyrar málin í sínar hendur og söfnuðu fyrir flugeldasýningu.