"Þrátt fyrir sparnaðaraðgerðir af ýmsu tagi var unnt að bjóða yfir 1300 nemendum nám í vetur, sem er nánast sami fjöldi og á síðasta ári, sem sló öll met hvað aðsókn varðaði. Skólinn hefur borið gæfu til að halda úti óbreyttu námsframboði þó svo að honum hafi verið gert að draga úr kostnaði á þessu ári sem nemur um 35 milljónum króna," segir Hjalti Jón.
Hann segir að því miður sé sparnaðarkrafan ennþá meiri á næsta ári en þá þarf skólinn að draga úr útgjöldum um 5,5%, eða um 55 milljónir króna. "Það er ekki svo að skólinn megi mæta þessum sparnaði með því að fækka nemendum heldur er honum skylt samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2011 að draga úr kostnaði sem þessu nemur án þess að hróflað verði við ársnemendafjölda. Með öðrum orðum þarf að þjónusta jafnmarga nemendur og árið 2009 en með 80-90 milljóna lægri kostnaði," segir Hjalti Jón.