Einn leikur fer fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld en þá eigast við SA Jötnar og Björninn í Skautahöll Akureyrar kl. 19:30. Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar og því um botnslag að ræða. Björninn hefur 11 stig í neðsta sæti en SA Jötnar 13 stig sæti ofar.
Björninn á ekki möguleika á sæti í úrslitakeppninni í mars, en SA Jötnar munu sameinast SA Víkingum í þeirri keppni.